10.9.2022 | 04:26
Ég heiti Guðrún, ég er ófullkomin og mér er DRULL!
Ég rakst á grein um belgíska stærðfræðinginn Adolphe Quetelet um daginn. Quetelet þessi var fyrstur til að nota tölfræði í félagsvísindum. Hann á heiðurinn af því að finna upp meðalmanneskjuna og leit á meðallíkamann sem hina fullkomnu fegurð. Rannsóknir hans mörkuðu tímamót þar sem meðaltalið varð eðlilegt og frávik frá meðaltalinu urðu óeðlileg. Því lengra sem manneskjan var frá meðaltalinu þeim mun ófullkomnari var hún. Niðurstöður rannsókna Quetelet urðu til þess að við fórum að hafa áhyggjur ef börnin okkar þroskuðust ekki í samræmi við það sem var búið að ákveða að væri "eðlilegt" og að við fórum flest að finna fyrir kvíða þegar heilsan, vigtin, félagslífið, starfsframinn o.fl. viku of langt frá meðaltalinu.
Þarna gerðist það að stærðfræði varð undirstaða félagsvísindanna og staðhæfði að normal skipti meira máli en undantekningarnar. Vísindin skiptu meira máli en einstaklingurinn og fjölbreytileikinn varð að galla og hvarf ofan í vísindalega flokkaða kassa. Samt er það fjölbreytileikinn sem knýr áfram menningarlega, efnahagslega og félagslega orku og nýsköpun. Ef við værum öll normal þá væri lítið að gerast í heiminum.
Hin fullkomna manneskja er bara tölfræðilegur skáldskapur
Þrátt fyrir að við vitum vel að hin fullkomna manneskja sé ekki til þá erum við samt alltaf að bera okkur saman við staðalímyndina sem er í raun bara tölfræðilegur skáldskapur og við erum öll undantekning frá norminu.
Má ÉG vera til?
Þegar ég var að ala upp börnin mín, segja þeim til eða gagnrýna þau, þá svöruðu þau mér oft með því að segja "æji plís mamma má ég vera til?" Mér þótti þetta svar þreytandi í þá daga og eingöngu ætlað til þess að eyða umræðuefninu, en í dag finnst mér þetta svo mikil viska. Þau voru bara að biðja um að fá að vera þau sjálf, gera hlutina á sinn hátt og berjast á móti því að verða sett í kassa.
Auðvitað mátt ÞÚ vera ÞÚ, ÉG vera ÉG og ÞIÐ vera ÞIÐ. Hvernig í ósköpunum eigum við vera eitthvað annað? Það er enginn meira þú en þú og enginn meira ég en ég.
But I like to say that normal is the cruellest insult of them all. -Artie í myndinni Cruella
Það er hreinlega móðgun að segja að einhver sé normal og ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að ef við viðurkennum að normal sé ekki til þá fyrst fari heimurinn að batna, en við þurfum fyrst að gangast við því að við sjálf séum ófullkomin og hætta að rembast við að reyna að vera eitthvað annað. Þegar ófullkomleika óþolið gagnvart okkur sjálfum hverfur þá öðlumst við líka skilning á því að allir aðrir séu ófullkomnir líka og gefum fjölbreytileikanum það pláss sem hann á skilið, þ.e. ALLT PLÁSSIÐ.
Ég heiti Guðrún, ég er ófullkomin og er stolt af því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2022 | 05:20
Hvar er fjarstýringin mín?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2022 | 05:09
Skiptir mín skoðun máli?
Allir hafa rétt á sínum skoðunum og þar með talið ég, ekki satt? En skipta mínar skoðanir þig máli? Mögulega, ef þú hefur áhuga og langar að heyra þær, þá geta þær skipt þig máli. En þegar það kemur að því hvernig þú lifir þínu lífi, þínum ákvörðunum eða vali, þá skipta mínar skoðanir í raun engu máli. Það sama á við ef við þekkjumst lítið eða bara ef þig langar ekki að heyra mínar skoðanir á t.d. einhverju sem tengist þér, þá skipta þær heldur ekki máli.
Þetta er ekki einfalt. Stundum getur það haft góðar afleiðingar að deila, en oftast hefur það engar eða litlar afleiðingar. Við höfum öll okkar skoðanir og við viljum deila þeim. Fólk hlustar, segir sína skoðun og samtalið heldur áfram. Hins vegar, í mörgum tilfellum getur okkar álit haft alvarlegar afleiðingar, þegar við deilum skoðunum okkar á hegðun, skoðunum, lífsstíl, eða ákvörðunum annarra og geta valdið óþarfa sársauka, af því að við vorum ekki spurð.
Bloggar | Breytt 10.9.2022 kl. 04:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Gúa
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar